“oczamimoimi” – Norðurslóðir með mínum augum.
Zielono Mi (listamannanafn) fæddist árið 1987 í Gdynia, Póllandi.

Útskifaðist með mastersgráðu í jarðfræði frá umhverfis- og jarðfræðadeild Háskólans í Wroclaw ásamt því að ljúka tveimur önnum í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Búsett í Reykjavík frá árinu 2014 og hefur síðan þá ferðast um og myndað ósnortna náttúru Íslands og norðurskautssvæðisins.

Zielono Mi tekur einfaldar myndir með filmu myndavél. Í verkum hennar fangar hún víðáttumikil, auð og oft hrá landslög full af jarðfræði sem breyst hefur vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Síbreytileiki landslags og jarðfræði Norðurslóða sem afleiðing túrisma, jarðfræðilegra ferla og loftslagsbreytinga veitir listamanninum mestan innblástur. Þessi viðfangsefni má því sjá æ oftar í nýjustu verkum hennar.