“Kolavinnsla er mjög eyðileggjandi, en hún þarf ekki að vera það”
Kevin Richardson

Svalbarði – Norskur eyjaklasi í Atlantshafinu sem samanstendur af fjórtán eyjum. Helstu eyjar klasans eru Spitsbergen með þéttbýlissvæðinu Longyearbæ, North East Land og Edge eyja.

Jarðfræðileg saga Svalbarða er bæði rík og fjölbreytt. Elstu jarðmyndanirnar, svokallað basement sem samanstendur af grjóti frá Forkambríu, Kambríu og Ordóvíska tímabilinu mynda grunn fyrir yngri jarðlög frá Sílúr til Kvarter. Forkambríski berggrunnur Svalbarða er yfir 570 milljón ára gamall.

Paleogene og Neogen setlög eru sjáanleg á námunda við Longyearbæ og Barentsburg. Þau eru mestmegnis samansett af sandsteini með fjölda kolæða, sem grundvalla kolavinnsluiðnað Svalbarða. Eins og stendur er aðeins notast við námu 7 við Longyearbæ (100,000 tonn kola nemin á ári) og rússneska námu í Barentsburg (140,000 tonn kola nemin á ári). Báðar kolanámurnar sjá fyrir hita og rafmagni fyrir Longyearbæ og Barentsburg, en auk þess eru kol flutt til Evrópu.

Kolaiðnaðurinn ásamt endurteknum jöklunum í Kvarter hefur haft mikil áhrif á ástand og form landsvæðis eyjaklasans. Seinasta meiriháttar jöklun Svalbarða var í svokallaðri Weichsel jöklun (um 25.000-10.000 BP) en hún skildi eftir ummerki á borð við jökulsker, firði, dali, jökulskálar, fjallshryggi og jökulgarða ásamt steingerfðum plöntum. Hlykkjandi jökulár eru í flestum dölum og flytja með sér mikið magn sets.

Myndaserían var tekin á Svalbarða, sumarið 2018.