„Ég hef farið langt, en náttúrurnar halda mér nálægt heima“
Fran Drescher

Ísland – eitt af löndum Skandinavíu sem staðsett eru í Atlantshafinu mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland er einnig hluti af Heimskautasvæðinu.

Samkvæmt Flekakenningunni er Ísland staðsett á „Heitur Reitur“ í Atlantshafshryggsins og myndaðist í eldgosum snemma á Nýlífsöld, fyrir um það bil 24 milljónum ára, sem gerir það yngsta land Evrópu.

Þegar kemur að jarðfræðilegri virkni er Ísland eitt virkasta landsvæði heimsins. Á landinu eru 30 virk eldstöðvakerfi en 13 af þeim hafa gosið eftir að landið var numið árið 874. Eldgos (að meðaltali á 4-5 ára fresti) ásamt jarðskjálftum (nokkrir skjálftar >3 á Richter skalanum á hverjum degi), jarðvegseyðing og jarðvarmavirkni valda stöðugum breytingum á landslagi Íslands.

Það var ekki að ástæðulausu sem landslag Íslands er líkt við landslag tunglsins enda var það hér sem að Neil Armstrong og 30 aðrir geimfarar stunduðu þjálfun fyrir fyrstu tunglferðina árið 1969.

Í hvert skipti sem ég fer frá Íslandi sakna ég hreina loftsins og ferska vatnsins mest, en það er helsti fjársjóður nýja heimilis míns.

Myndaserían var tekin á Íslandi, sumarið 2017.