“Líkt og Picasso, geng ég í gegn um blá, græn og grá tímabil”
Sonia Rykiel

Blár er kaldastur allra lita. Hann er oft tengdur við víðáttumikil svæði, vötn og himin en einnig friðsemd, fjarlægð, óendanleika og svala.

Þó svo að nafn Grænlands vísi í grænan lit og að hvítur yfirgnæfi landslag þess er þó hægt að sjá margar tegundir af bláum tónum um sumar á þessari stærstu eyju heimsins. Allt frá fölbláum ísjökum til dimmblárra fjalla.

Myndaserían var tekin á Grænlandi, sumarið 2017.